Emil: Stundum þarf breytingar Árni Jóhannsson skrifar 5. desember 2024 21:14 Emil Barja á hliðarlínunni ásamt einum af dómurum leiksins. Vísir/Diego Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér. Leikurinn var mjög skrýtinn til að vera hreinskilinn. Kaflaskiptur með eindæmum og Emil var spurður að því hvað hafi skilað Haukum langþráðum sigri. „Við vorum bara „clutch“ í lokin. Það er það sem skiptir mestu máli. Þeir áttu tvo stóra spretti í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks og við náðum bara að svara þeim báðum.“ Haukar hafa verið daprir í vetur, óheppnir og andlausir á köflu og því þarf að spyrja hvað hafi verið í gangi í kvöld hjá þeim. „Stundum þarf bara einhverja smá breytingu. Ekki það að Maté hafi ekki gert vel með þetta lið. Hann gerði bara eins vel og hægt var. Stundum þarf bara að láta þjálfara fara og þá átta leikmenn sig á því að það er þeim að kenna að hann missti vinnuna. Það var dálítið þannig í kvöld. Þeir vildu sýna að þeir eru betri en taflan segir.“ Hvernig var fyrir Emil að koma inn í klefann í þessu ástandi sem Haukar hafa verið í og hvað þarf að gera til að halda þessu áfram? „Það eru allir tilbúnir að gera betur og stíga aðeins upp. Ég hef fulla trú á því að þetta lið bjargi sér frá falli. Það þarf svo bara að halda áfram þessum leik. Það er margt sem má bæta, Taiwo skorar 36 stig og það sem við lögðum upp með fyrir hann var ekki að ganga. Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og stemmningu og þá koma sigurleikirnir.“ Emil var spurður að því hvort hann vissi hver staðan væri á þjálfaraleitinni hjá Haukum og hvort hann kæmi til greina í starfið. „Það er bara verið að leita og finna einhvern flottan til að taka við þessu. Ég var spurður en ég ætla að einbeita mér að kvennaliðinu í vetur. Ég verð með liðið líklega til áramóta og þá verður vonandi búið að finna einhvern til að taka við þessu.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Leikurinn var mjög skrýtinn til að vera hreinskilinn. Kaflaskiptur með eindæmum og Emil var spurður að því hvað hafi skilað Haukum langþráðum sigri. „Við vorum bara „clutch“ í lokin. Það er það sem skiptir mestu máli. Þeir áttu tvo stóra spretti í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks og við náðum bara að svara þeim báðum.“ Haukar hafa verið daprir í vetur, óheppnir og andlausir á köflu og því þarf að spyrja hvað hafi verið í gangi í kvöld hjá þeim. „Stundum þarf bara einhverja smá breytingu. Ekki það að Maté hafi ekki gert vel með þetta lið. Hann gerði bara eins vel og hægt var. Stundum þarf bara að láta þjálfara fara og þá átta leikmenn sig á því að það er þeim að kenna að hann missti vinnuna. Það var dálítið þannig í kvöld. Þeir vildu sýna að þeir eru betri en taflan segir.“ Hvernig var fyrir Emil að koma inn í klefann í þessu ástandi sem Haukar hafa verið í og hvað þarf að gera til að halda þessu áfram? „Það eru allir tilbúnir að gera betur og stíga aðeins upp. Ég hef fulla trú á því að þetta lið bjargi sér frá falli. Það þarf svo bara að halda áfram þessum leik. Það er margt sem má bæta, Taiwo skorar 36 stig og það sem við lögðum upp með fyrir hann var ekki að ganga. Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og stemmningu og þá koma sigurleikirnir.“ Emil var spurður að því hvort hann vissi hver staðan væri á þjálfaraleitinni hjá Haukum og hvort hann kæmi til greina í starfið. „Það er bara verið að leita og finna einhvern flottan til að taka við þessu. Ég var spurður en ég ætla að einbeita mér að kvennaliðinu í vetur. Ég verð með liðið líklega til áramóta og þá verður vonandi búið að finna einhvern til að taka við þessu.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum