„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 23:53 Tony Radakin, aðmíráll og æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands. AP/Henry Nicholls Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“ Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“
Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira