Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2024 07:56 Leikskólinn Laugasól við Leirulæk var reistur 1965. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18