Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar 6. desember 2024 10:30 Okkar vel kunni vetur konungur er snúinn aftur með öllu því sem honum fylgir, allt frá fallegum jólaseríum sem lýsa upp skammdegið yfir í óumbeðið skautasvell með tilheyrandi jafnvægisæfingum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að engin útihátið er skipulögð um hávetur enda lítill áhugi hjá landsmönnum að troða tjaldhælum í freðna fold til að hírast inni í köldu tauhúsi yfir heila helgi. Því miður er þessi útlistun ekki bara einhver skondin útfærsla á verstu útihátíð í heimi heldur raunverulegt áhyggjuefni þeirra sem búa við húsnæðisóöryggi og óvissu um dvalarstað dag frá degi og jafnframt veruleiki þeirra einstaklinga á Íslandi sem hafa í engin önnur hús að venda. Stinningskaldi 2028 Það er vel hægt að búa sig undir framtíðina með stöðumati, gagnagreiningu og framsetningu fjölbreyttra sviðsmynda. Árið 2026 áætlar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) að 1.406 íbúðir verði tilbúnar inn á markaðinn sem mun einungis mæta um 29% af væntri íbúðaþörf á því ári, en þá verður komandi kjörtímabil hálfnað. Þá er vert að benda á að greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan 2009, eftir fjármálahrunið 2008. Í október- og nóvemberskýrslum HMS kemur fram að leigjendur með 400.000 krónur eða minna á mánuði greiða tvær krónur af hverjum þremur í húsaleigu. Framboð langtímaleiguíbúða á almennum leigumarkaði hefur minnkað samhliða fjölgun skammtímaleiguíbúða með tilheyrandi þrengingum fyrir fólk í húsnæðisleit. Samkvæmt skráningu eigna á Airbnb eftir tegund leigusala leigja 60% út fleiri en eina eign og 20% leigja út fleiri en tíu eignir. Þessi framtíðarsýn er ekki fagur fyrirboði og vert að velta fyrir sér hvort sviðsmynd ársins 2026 endurtaki sig í lok kjörtímabilsins árið 2028 með tilheyrandi neyðarástandi. Að óbreyttu verður vel hægt að hefja undirbúning að Stinningskalda 2028, útihátíðinni sem enginn var að bíða eftir. Misskipt er manna lánið Þessi staða er slæm fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir fatlað fólk sem kemst ekki upp og niður stiga, hefur ekki efni á afborgunum og húsaleigu með skertar lífeyrisgreiðslur eða samblöndu að hvoru tveggja. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur og sumir þurfa sækja um þjónustu heim til þess að geta búið sjálfstætt, þar eru langir biðlistar reglan en ekki undantekningin. Þá þrengir óaðgengileg hönnun íbúða og nærumhverfis verulega að tækifærum fatlaðs fólks til að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þessi staða leiðir ekki einungis til skertra tækifæra fatlaðs fólks heldur hefur oft í för með sér aukinn kostnað í formi dýrra sérlausna sem hefði mátt koma í veg fyrir með algildri hönnun og aðgengilegum mannvirkjum. Slaufum þessari útihátíð Við getum gert betur og eigum að gera betur. Það er ódýrt að benda á vandamál án þess að koma með tillögur til úrbóta. Okkur hættir oft til að mæta flóknum vandamálum með einni töfraaðgerð þegar lausn vandans er í raun lausnir, í fleirtölu en ekki eintölu. Þær lausnir eru ekki nýjar af nálinni, sumar tillögur eru viðbrögð við þeim bráðavanda sem ríkir á húsnæðismarkaði en aðrar horfa til lengri tíma. Sem dæmi má nefna lækkun vaxta, aukið framboð lóða, endurskoðun laga um skammtímaleigu og aukið hlutfall hagkvæmra íbúða svo fátt eitt sé nefnt. Þar á meðal eru nokkrar gamalgrónar áherslur ÖBÍ réttindasamtaka sem hafa ekki náð eyrum stjórnvalda. Stofnun aðgengis- og aðlögunarsjóðs undir HMS sem veitir fötluðu fólki styrk til að breyta húsnæði sínu vegna fötlunar að norskri fyrirmynd. Trygg fjármögnun notendastýrðrar persónulegra aðstoðar svo fatlað fólk verði ekki geymt inn á hjúkrunarheimilum. Veita sveitarfélögunum fjölbreytt úrræði til viðurlaga gagnvart lóðarhöfum sem ekki ljúka uppbyggingu á tilsettum tíma. Að 25% af heildarfermetrafjölda íbúða innan skipulagssvæða sveitarfélaga verði fyrir íbúðir sem falla undir lög um almennar íbúðir og verði almennt viðmið allra sveitarfélaga. Að hið opinbera beiti sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild óhagnaðardrifinna leigufélaga og sveitarfélaga á íbúðamarkaði. Sveitarfélögum verði veitt heimild til að takmarka heimagistingu og eftirlitsaðilum verði veitt nauðsynlegar heimildir til að hafa eftirlit með íbúðum á skammtímaleigumarkaði. Að greiðslumat taki mið af sögu húsaleigugreiðslna enda fjölmörg dæmi um að fólk standist ekki greiðslumat þrátt fyrir að væntanlegar afborganir séu lægri en húsaleiga viðkomandi. Okkur skortir ekki lausnir til að snúa vörn í sókn og slaufa þessari útihátíð áður en hún verður að veruleika. Til þess þarf vilja til aðgerða, fjármagn og samvinnu opinberra stofnanna sem og einkaaðila. Kæri þingmaður Það eru spennandi tímar á Alþingi, kosningar eru nýafstaðnar og framundan eru stjórnarmyndunarviðræður, ný ríkisstjórn með nýjum stjórnarsáttmála. Ég óska þingmönnum öllum til hamingju með kjörið, sérstaklega þeim sem eru taka sæti í fyrsta sinn. Nú er sóknarfæri fyrir nýja ríkisstjórn til að setja húsnæðismál í forgang í nýjum stjórnarsáttmála. Fólk er ekki alltaf sammála í frjálsu lýðræðræðisríki og skiptar skoðannir um hvað er vandamál og hvað ekki, hvaða leiðir eru vænlegastar fyrir land og þjóð og hvernig er best að fjármagna aðgerðir. Samtal og virkt samráð við fjölbreytta hópa er lykillinn að farsælum lausnum sem hagnast öllum. Því miður þekkir fatlað fólk það vel hvernig aðgerðir og uppbygging sem lýta vel út á blaði skapa fleiri vandamál og dýrar sérlausnir, einfaldlega sökum þess að engum í stjórnsýslunni datt í hug að taka samtalið við þennan fjölbreytta hóp um fyrirhugaðar aðgerðir strax í upphafi. Málefni fatlaðs fólks eru ekki bara lífeyrisgreiðslur. Þau ná til allra þátta samfélagsins, hvort sem um ræðir menntamál, málefni fjölskyldunnar, atvinnulífið, heilbrigðismál, samgöngumál og húsnæðismál svo fátt eitt sé nefnt. Ég hvet þig kæri þingmaður til að setja upp fötlunargleraugun og sýna frumkvæði í samráði óháð því hvort þinn flokkur fer í stjórnarsamstarf. Það er ávallt heitt á könnunni hjá okkur í Mannréttindahúsinu. Íslenskt samfélag er fámennt en þrautseigt og hefur sýnt það og sannað að geta áorkað miklu þegar allir leggjast saman á eitt. Við sem hér búum erum með fjölbreytta sýn á málefni líkt og fram kom í nýliðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna. En við hljótum að geta sammælst um að enginn á að eiga í hættu á að verða kuldabola að bráð vegna húsnæðisóöryggis. Stinningskaldi 2028 er ekki bara ömurleg hugmynd að útihátíð heldur sviðsmynd í húsnæðismálum sem við viljum alls ekki að verði að veruleika. Nú reynir á nýkjörið Alþingi, sveitarstjórnarfólk, aðra opinbera aðila, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni að vinna saman og tryggja öllum aðgengi að heilnæmu og öruggu húsnæði til frambúðar. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Okkar vel kunni vetur konungur er snúinn aftur með öllu því sem honum fylgir, allt frá fallegum jólaseríum sem lýsa upp skammdegið yfir í óumbeðið skautasvell með tilheyrandi jafnvægisæfingum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að engin útihátið er skipulögð um hávetur enda lítill áhugi hjá landsmönnum að troða tjaldhælum í freðna fold til að hírast inni í köldu tauhúsi yfir heila helgi. Því miður er þessi útlistun ekki bara einhver skondin útfærsla á verstu útihátíð í heimi heldur raunverulegt áhyggjuefni þeirra sem búa við húsnæðisóöryggi og óvissu um dvalarstað dag frá degi og jafnframt veruleiki þeirra einstaklinga á Íslandi sem hafa í engin önnur hús að venda. Stinningskaldi 2028 Það er vel hægt að búa sig undir framtíðina með stöðumati, gagnagreiningu og framsetningu fjölbreyttra sviðsmynda. Árið 2026 áætlar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) að 1.406 íbúðir verði tilbúnar inn á markaðinn sem mun einungis mæta um 29% af væntri íbúðaþörf á því ári, en þá verður komandi kjörtímabil hálfnað. Þá er vert að benda á að greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan 2009, eftir fjármálahrunið 2008. Í október- og nóvemberskýrslum HMS kemur fram að leigjendur með 400.000 krónur eða minna á mánuði greiða tvær krónur af hverjum þremur í húsaleigu. Framboð langtímaleiguíbúða á almennum leigumarkaði hefur minnkað samhliða fjölgun skammtímaleiguíbúða með tilheyrandi þrengingum fyrir fólk í húsnæðisleit. Samkvæmt skráningu eigna á Airbnb eftir tegund leigusala leigja 60% út fleiri en eina eign og 20% leigja út fleiri en tíu eignir. Þessi framtíðarsýn er ekki fagur fyrirboði og vert að velta fyrir sér hvort sviðsmynd ársins 2026 endurtaki sig í lok kjörtímabilsins árið 2028 með tilheyrandi neyðarástandi. Að óbreyttu verður vel hægt að hefja undirbúning að Stinningskalda 2028, útihátíðinni sem enginn var að bíða eftir. Misskipt er manna lánið Þessi staða er slæm fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir fatlað fólk sem kemst ekki upp og niður stiga, hefur ekki efni á afborgunum og húsaleigu með skertar lífeyrisgreiðslur eða samblöndu að hvoru tveggja. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur og sumir þurfa sækja um þjónustu heim til þess að geta búið sjálfstætt, þar eru langir biðlistar reglan en ekki undantekningin. Þá þrengir óaðgengileg hönnun íbúða og nærumhverfis verulega að tækifærum fatlaðs fólks til að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þessi staða leiðir ekki einungis til skertra tækifæra fatlaðs fólks heldur hefur oft í för með sér aukinn kostnað í formi dýrra sérlausna sem hefði mátt koma í veg fyrir með algildri hönnun og aðgengilegum mannvirkjum. Slaufum þessari útihátíð Við getum gert betur og eigum að gera betur. Það er ódýrt að benda á vandamál án þess að koma með tillögur til úrbóta. Okkur hættir oft til að mæta flóknum vandamálum með einni töfraaðgerð þegar lausn vandans er í raun lausnir, í fleirtölu en ekki eintölu. Þær lausnir eru ekki nýjar af nálinni, sumar tillögur eru viðbrögð við þeim bráðavanda sem ríkir á húsnæðismarkaði en aðrar horfa til lengri tíma. Sem dæmi má nefna lækkun vaxta, aukið framboð lóða, endurskoðun laga um skammtímaleigu og aukið hlutfall hagkvæmra íbúða svo fátt eitt sé nefnt. Þar á meðal eru nokkrar gamalgrónar áherslur ÖBÍ réttindasamtaka sem hafa ekki náð eyrum stjórnvalda. Stofnun aðgengis- og aðlögunarsjóðs undir HMS sem veitir fötluðu fólki styrk til að breyta húsnæði sínu vegna fötlunar að norskri fyrirmynd. Trygg fjármögnun notendastýrðrar persónulegra aðstoðar svo fatlað fólk verði ekki geymt inn á hjúkrunarheimilum. Veita sveitarfélögunum fjölbreytt úrræði til viðurlaga gagnvart lóðarhöfum sem ekki ljúka uppbyggingu á tilsettum tíma. Að 25% af heildarfermetrafjölda íbúða innan skipulagssvæða sveitarfélaga verði fyrir íbúðir sem falla undir lög um almennar íbúðir og verði almennt viðmið allra sveitarfélaga. Að hið opinbera beiti sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild óhagnaðardrifinna leigufélaga og sveitarfélaga á íbúðamarkaði. Sveitarfélögum verði veitt heimild til að takmarka heimagistingu og eftirlitsaðilum verði veitt nauðsynlegar heimildir til að hafa eftirlit með íbúðum á skammtímaleigumarkaði. Að greiðslumat taki mið af sögu húsaleigugreiðslna enda fjölmörg dæmi um að fólk standist ekki greiðslumat þrátt fyrir að væntanlegar afborganir séu lægri en húsaleiga viðkomandi. Okkur skortir ekki lausnir til að snúa vörn í sókn og slaufa þessari útihátíð áður en hún verður að veruleika. Til þess þarf vilja til aðgerða, fjármagn og samvinnu opinberra stofnanna sem og einkaaðila. Kæri þingmaður Það eru spennandi tímar á Alþingi, kosningar eru nýafstaðnar og framundan eru stjórnarmyndunarviðræður, ný ríkisstjórn með nýjum stjórnarsáttmála. Ég óska þingmönnum öllum til hamingju með kjörið, sérstaklega þeim sem eru taka sæti í fyrsta sinn. Nú er sóknarfæri fyrir nýja ríkisstjórn til að setja húsnæðismál í forgang í nýjum stjórnarsáttmála. Fólk er ekki alltaf sammála í frjálsu lýðræðræðisríki og skiptar skoðannir um hvað er vandamál og hvað ekki, hvaða leiðir eru vænlegastar fyrir land og þjóð og hvernig er best að fjármagna aðgerðir. Samtal og virkt samráð við fjölbreytta hópa er lykillinn að farsælum lausnum sem hagnast öllum. Því miður þekkir fatlað fólk það vel hvernig aðgerðir og uppbygging sem lýta vel út á blaði skapa fleiri vandamál og dýrar sérlausnir, einfaldlega sökum þess að engum í stjórnsýslunni datt í hug að taka samtalið við þennan fjölbreytta hóp um fyrirhugaðar aðgerðir strax í upphafi. Málefni fatlaðs fólks eru ekki bara lífeyrisgreiðslur. Þau ná til allra þátta samfélagsins, hvort sem um ræðir menntamál, málefni fjölskyldunnar, atvinnulífið, heilbrigðismál, samgöngumál og húsnæðismál svo fátt eitt sé nefnt. Ég hvet þig kæri þingmaður til að setja upp fötlunargleraugun og sýna frumkvæði í samráði óháð því hvort þinn flokkur fer í stjórnarsamstarf. Það er ávallt heitt á könnunni hjá okkur í Mannréttindahúsinu. Íslenskt samfélag er fámennt en þrautseigt og hefur sýnt það og sannað að geta áorkað miklu þegar allir leggjast saman á eitt. Við sem hér búum erum með fjölbreytta sýn á málefni líkt og fram kom í nýliðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna. En við hljótum að geta sammælst um að enginn á að eiga í hættu á að verða kuldabola að bráð vegna húsnæðisóöryggis. Stinningskaldi 2028 er ekki bara ömurleg hugmynd að útihátíð heldur sviðsmynd í húsnæðismálum sem við viljum alls ekki að verði að veruleika. Nú reynir á nýkjörið Alþingi, sveitarstjórnarfólk, aðra opinbera aðila, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni að vinna saman og tryggja öllum aðgengi að heilnæmu og öruggu húsnæði til frambúðar. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun