Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Siggeir Ævarsson skrifar 6. desember 2024 18:15 Orri Gunnarsson fór fyrir sínum mönnum í kvöld Vísir/Jón Gautur Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn. Minnstu munaði að heimamenn yrðu gjörsamlega kafsigldir í byrjun en Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi. Þá tók Kjartan leikhlé og náði að stilla sína menn betur af en staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-23 gestunum í vil. Andrew Jones minnkaði muninn svo í eitt stig með fyrstu körfu annars leikhluta en eftir það fór aftur að halla undan fæti hjá heimamönnum og gestir leiddu í hálfleik með tíu stigum, 43-53. Orri Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn með orrahríð. Setti tvo þrista og svo sniðskot og Kjartan tók strax leikhlé. Það dugði þó skammt þar sem Stjörnumenn skoruðu nánast að vild og unnu leikhlutann 29-17 og leiddu með 22 stigum fyrir lokaátökin. Fjórði leikhlutinn var tíðindalítill, bæði lið mögulega búin að sætta sig við orðinn hlut og jafnvel farin að hugsa um bikarleikina á mánudaginn. Heimamenn hittu einfaldlega ekki neitt fyrir utan í kvöld og fundu aldrei gírinn meðan að Stjörnuvélin mallaði í góðum gangi allan tímann. Lokatölur á Álftanesi í kvöld 77-97. Atvik leiksins Orrahríð Orra Gunnarsson í upphafi seinni hálfleiks virtist slökkva endanlega í vonum Álftnesinga um að fá einhverju út úr þessum leik. Þá má einnig nefna þriggastiga tilraun Dúa úr horninu sem endaði í hliðinni á spjaldinu og rammar ágætlega inn hvernig sóknarleikur heimamanna þróaðist í kvöld, en Álftnesingar settu niður þrjá þrista í 27 tilraunum að þessu sinni. Stjörnur og skúrkar Orri Gunnarsson fór mikinn í liði Stjörnunnar í kvöld, raðaði niður þristum og endaði stigahæstur með 21 stig og bætti við átta fráköstum. Þá reyndist Ægir Þór heimamönnum mjög óþægur ljár í þúfu, setti 18 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hjá heimamönnum var það helst Dimitrios Klonaras sem eitthvað hvað að sóknarlega en hann setti 19 stig af bekknum. Dúi Þór Jónsson, sem hefur verið með öflugri mönnum Álftesinga í vetur átti ekki góðan leik í kvöld, núll af sjö í skotum og Hörður Axel setti sömuleiðis enga körfu utan af velli, núll af fimm hjá honum. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Þungavigtarteymi þar á ferð, enda þungavigtarleikur með fjölmörgum landsliðmönnum og allar forsendur fyrir til staðar að hart yrði tekist á. Það komu vissulega upp nokkur slík augnablik í leiknum en heilt yfir var hann þó nokkuð prúðmannlega leikinn og dómararnir komust ágætlega frá sínum störfum. Stemming og umgjörð Allt upp á tíu í Forsetahöllinni í kvöld að vanda. Stuðningsmannasveit heimamanna lét vel í sér heyra en ég hefði samt búist við betri mætingu á þennan grannaslag. Guðni var þó að sjálfsögðu mættur til að styðja sína menn og Patti með honum en Halla var hvergi sjáanleg. Viðtöl Kjartan Atli: „Þeir voru bara betri en við á öllum sviðum“ Uppskeran var rýr hjá Kjartani og hans mönnum í kvöldVísir/Hulda Margrét Eftir að blaðamaður hafði velt ýmsum spurningum fyrir sér til að opna viðtalið við Kjartan Atla, spurningum eins og „Tapaðist þessi leikur á 14-0 áhlaupinu í byrjun?“, ákvað hann að biðja Kjartan einfaldlega um að útskýra hvað fór úrskeiðis. „Stutt frá leiknum og kannski erfitt að segja nákvæmlega hvað það var. Þeir bara voru að meiða okkur á mörgum stöðum. Tóku áhlaup eins og strax í byrjun leik sem fór orka í að svara. Þeir voru bara skarpari en við.“ Heimamenn settu aðeins niður þrjá þrista í kvöld, ekki það sem Kjartan pantaði fyrirfram, en hann vildi ekki dvelja lengi við þá staðreynd. „Nei, það er bara ekki þannig. Ekkert meira um það að segja.“ Það er ljóst að lið Stjörnunnar er gríðarsterkt og Kjartan sparaði ekki hrósið til þeirra. „Þetta er náttúrulega frábært lið. Vel þjálfað, þeir eru komnir mjög langt í sínu og þeir eru ólíkir þeim liðum sem ég hef mætt á mínum stutta þjálfaraferli í meistaraflokki. Bara hvað þeir gera hlutina á miklu tempói og hvernig þeir hlaupa gólfið.“ Kjartan telur Stjörnumenn líklegasta til að fara alla leið eins og staðan er í dag. „Fyrir mér eru þeir bara langsterkasta liðið í dag. Langlíklegstir til að fara langt, lengst af öllum myndi ég segja eins og staðan er akkúrat núna. Það er auðvitað bara desember en þeir líta fanta vel út. Þetta er bara virkilega gott lið sem við mættum í dag og þeir voru bara betri en við á öllum sviðum held ég bara. Ég held að það sé ekkert sem mér er að yfirsjást.“ Það er stutt í næsta leik og Kjartan ætlar ekki að dvelja lengi við úrslit kvöldsins, þó hann sé ekki búinn að meðtaka þau að fullu. „Við förum bara að vinna í því sem við þurfum að vinna í. Næsta verkefni og allt það. Klukkan er núna fimm mínútur í níu, þannig að maður er ekki alveg búinn að melta þetta. Svo bara heldur lífið alltaf áfram. Við bara vöknum á morgun og höldum áfram að bæta okkur. Það er næsti leikur og sem betur fer í stutt í hann. Samt pirrandi!“ Orri Gunnarsson: „Fyrir mér er Garðabær blár og verður alltaf“ Orri Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, var sáttur með sigurinn í kvöld gegn sínum gömlu félögum. „Við ákváðum bara að byrja mjög sterkt í dag. Okkar markmið var náttúrulega bara að leyfa þeim ekki að vera í leiknum en svona er körfubolti upp og niður. Þeir komu alltaf til baka en við héldum bara okkar. Sérstaklega ætluðum við að koma úr hálfleiknum virkilega sterkir. Liðið sem kemur sterkara í seinni vinnur oftast leiki. Við ætluðum að vera það lið og gerðum það í kvöld.“ Orri lék með Álftanesi í 1. deild tímabilið 2020-21. Hann viðurkenndi fúslega að það væri smá auka krydd í þessum nágrannaslag. „Ég hef náttúrulega spilað með báðum liðum og var hér á venslasamning. En fyrir mér er Garðabær blár og verður alltaf. Við ætluðum líka bara að sýna það í kvöld. Það er allskonar talað hérna á milli stuðningsmannahópa og ég er að fíla það.“ En hver er galdurinn á bakvið þessa góðu frammistöðu hjá Stjörnunni í upphafi tímabils? „Við bara klikkuðum rosa fljótt. Ég hef verið með þessum gaurum í liði. Ég var hérna fyrir nokkrum árum og ég hef líka verið með Hilmari. Þetta klikkaði mjög fljótt. Útlendingarnir okkar eru bara orðnir bestu vinir allra. Ég held að það skipti mestu máli. Við erum líka ekki með útlendinga sem vilja endilega skora. Þeir vilja bara hjálpa liðinu, það er mjög gott líka. Svo spila allir vörn, þá klikkar þetta allt saman og við erum góðir. Þá vonandi vinnum við leiki sem við erum búnir að gera hingað til.“ Stjarnan á leik á mánudag í bikarnum og Orri sagði að þeir myndu mæta klárir í hann. „Við erum klárir. Það er „recovery“ æfing á morgun og svo æfing á sunnudaginn og leikur á mánudaginn. Við þurfum bara að vera klárir. Ef við töpum þessum leik þá erum við úr. Það er ekkert annað í boði en að vera „ready“. Er ekki líka miklu skemmtilegra að spila þétt heldur en að sitja og bíða eftir næsta leik? „Algjörlega, en svo þarf maður samt þetta „recovery“ sem allir eru að tala um. En jú auðvitað, það er miklu skemmtilegra að spila leiki en fara á æfingar.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Stjarnan
Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn. Minnstu munaði að heimamenn yrðu gjörsamlega kafsigldir í byrjun en Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi. Þá tók Kjartan leikhlé og náði að stilla sína menn betur af en staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-23 gestunum í vil. Andrew Jones minnkaði muninn svo í eitt stig með fyrstu körfu annars leikhluta en eftir það fór aftur að halla undan fæti hjá heimamönnum og gestir leiddu í hálfleik með tíu stigum, 43-53. Orri Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn með orrahríð. Setti tvo þrista og svo sniðskot og Kjartan tók strax leikhlé. Það dugði þó skammt þar sem Stjörnumenn skoruðu nánast að vild og unnu leikhlutann 29-17 og leiddu með 22 stigum fyrir lokaátökin. Fjórði leikhlutinn var tíðindalítill, bæði lið mögulega búin að sætta sig við orðinn hlut og jafnvel farin að hugsa um bikarleikina á mánudaginn. Heimamenn hittu einfaldlega ekki neitt fyrir utan í kvöld og fundu aldrei gírinn meðan að Stjörnuvélin mallaði í góðum gangi allan tímann. Lokatölur á Álftanesi í kvöld 77-97. Atvik leiksins Orrahríð Orra Gunnarsson í upphafi seinni hálfleiks virtist slökkva endanlega í vonum Álftnesinga um að fá einhverju út úr þessum leik. Þá má einnig nefna þriggastiga tilraun Dúa úr horninu sem endaði í hliðinni á spjaldinu og rammar ágætlega inn hvernig sóknarleikur heimamanna þróaðist í kvöld, en Álftnesingar settu niður þrjá þrista í 27 tilraunum að þessu sinni. Stjörnur og skúrkar Orri Gunnarsson fór mikinn í liði Stjörnunnar í kvöld, raðaði niður þristum og endaði stigahæstur með 21 stig og bætti við átta fráköstum. Þá reyndist Ægir Þór heimamönnum mjög óþægur ljár í þúfu, setti 18 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hjá heimamönnum var það helst Dimitrios Klonaras sem eitthvað hvað að sóknarlega en hann setti 19 stig af bekknum. Dúi Þór Jónsson, sem hefur verið með öflugri mönnum Álftesinga í vetur átti ekki góðan leik í kvöld, núll af sjö í skotum og Hörður Axel setti sömuleiðis enga körfu utan af velli, núll af fimm hjá honum. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Þungavigtarteymi þar á ferð, enda þungavigtarleikur með fjölmörgum landsliðmönnum og allar forsendur fyrir til staðar að hart yrði tekist á. Það komu vissulega upp nokkur slík augnablik í leiknum en heilt yfir var hann þó nokkuð prúðmannlega leikinn og dómararnir komust ágætlega frá sínum störfum. Stemming og umgjörð Allt upp á tíu í Forsetahöllinni í kvöld að vanda. Stuðningsmannasveit heimamanna lét vel í sér heyra en ég hefði samt búist við betri mætingu á þennan grannaslag. Guðni var þó að sjálfsögðu mættur til að styðja sína menn og Patti með honum en Halla var hvergi sjáanleg. Viðtöl Kjartan Atli: „Þeir voru bara betri en við á öllum sviðum“ Uppskeran var rýr hjá Kjartani og hans mönnum í kvöldVísir/Hulda Margrét Eftir að blaðamaður hafði velt ýmsum spurningum fyrir sér til að opna viðtalið við Kjartan Atla, spurningum eins og „Tapaðist þessi leikur á 14-0 áhlaupinu í byrjun?“, ákvað hann að biðja Kjartan einfaldlega um að útskýra hvað fór úrskeiðis. „Stutt frá leiknum og kannski erfitt að segja nákvæmlega hvað það var. Þeir bara voru að meiða okkur á mörgum stöðum. Tóku áhlaup eins og strax í byrjun leik sem fór orka í að svara. Þeir voru bara skarpari en við.“ Heimamenn settu aðeins niður þrjá þrista í kvöld, ekki það sem Kjartan pantaði fyrirfram, en hann vildi ekki dvelja lengi við þá staðreynd. „Nei, það er bara ekki þannig. Ekkert meira um það að segja.“ Það er ljóst að lið Stjörnunnar er gríðarsterkt og Kjartan sparaði ekki hrósið til þeirra. „Þetta er náttúrulega frábært lið. Vel þjálfað, þeir eru komnir mjög langt í sínu og þeir eru ólíkir þeim liðum sem ég hef mætt á mínum stutta þjálfaraferli í meistaraflokki. Bara hvað þeir gera hlutina á miklu tempói og hvernig þeir hlaupa gólfið.“ Kjartan telur Stjörnumenn líklegasta til að fara alla leið eins og staðan er í dag. „Fyrir mér eru þeir bara langsterkasta liðið í dag. Langlíklegstir til að fara langt, lengst af öllum myndi ég segja eins og staðan er akkúrat núna. Það er auðvitað bara desember en þeir líta fanta vel út. Þetta er bara virkilega gott lið sem við mættum í dag og þeir voru bara betri en við á öllum sviðum held ég bara. Ég held að það sé ekkert sem mér er að yfirsjást.“ Það er stutt í næsta leik og Kjartan ætlar ekki að dvelja lengi við úrslit kvöldsins, þó hann sé ekki búinn að meðtaka þau að fullu. „Við förum bara að vinna í því sem við þurfum að vinna í. Næsta verkefni og allt það. Klukkan er núna fimm mínútur í níu, þannig að maður er ekki alveg búinn að melta þetta. Svo bara heldur lífið alltaf áfram. Við bara vöknum á morgun og höldum áfram að bæta okkur. Það er næsti leikur og sem betur fer í stutt í hann. Samt pirrandi!“ Orri Gunnarsson: „Fyrir mér er Garðabær blár og verður alltaf“ Orri Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, var sáttur með sigurinn í kvöld gegn sínum gömlu félögum. „Við ákváðum bara að byrja mjög sterkt í dag. Okkar markmið var náttúrulega bara að leyfa þeim ekki að vera í leiknum en svona er körfubolti upp og niður. Þeir komu alltaf til baka en við héldum bara okkar. Sérstaklega ætluðum við að koma úr hálfleiknum virkilega sterkir. Liðið sem kemur sterkara í seinni vinnur oftast leiki. Við ætluðum að vera það lið og gerðum það í kvöld.“ Orri lék með Álftanesi í 1. deild tímabilið 2020-21. Hann viðurkenndi fúslega að það væri smá auka krydd í þessum nágrannaslag. „Ég hef náttúrulega spilað með báðum liðum og var hér á venslasamning. En fyrir mér er Garðabær blár og verður alltaf. Við ætluðum líka bara að sýna það í kvöld. Það er allskonar talað hérna á milli stuðningsmannahópa og ég er að fíla það.“ En hver er galdurinn á bakvið þessa góðu frammistöðu hjá Stjörnunni í upphafi tímabils? „Við bara klikkuðum rosa fljótt. Ég hef verið með þessum gaurum í liði. Ég var hérna fyrir nokkrum árum og ég hef líka verið með Hilmari. Þetta klikkaði mjög fljótt. Útlendingarnir okkar eru bara orðnir bestu vinir allra. Ég held að það skipti mestu máli. Við erum líka ekki með útlendinga sem vilja endilega skora. Þeir vilja bara hjálpa liðinu, það er mjög gott líka. Svo spila allir vörn, þá klikkar þetta allt saman og við erum góðir. Þá vonandi vinnum við leiki sem við erum búnir að gera hingað til.“ Stjarnan á leik á mánudag í bikarnum og Orri sagði að þeir myndu mæta klárir í hann. „Við erum klárir. Það er „recovery“ æfing á morgun og svo æfing á sunnudaginn og leikur á mánudaginn. Við þurfum bara að vera klárir. Ef við töpum þessum leik þá erum við úr. Það er ekkert annað í boði en að vera „ready“. Er ekki líka miklu skemmtilegra að spila þétt heldur en að sitja og bíða eftir næsta leik? „Algjörlega, en svo þarf maður samt þetta „recovery“ sem allir eru að tala um. En jú auðvitað, það er miklu skemmtilegra að spila leiki en fara á æfingar.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti