Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Samhliða því að bankarnir hafa hækkað verðtryggða raunvexti þá hafa þeir lækkað nafnvexti – en þó minna en nemur lækkun verðbólgu, sem líka skilar hækkun raunvaxta. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum sem sagt að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru flest að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Samhliða því að bankarnir hafa hækkað verðtryggða raunvexti þá hafa þeir lækkað nafnvexti – en þó minna en nemur lækkun verðbólgu, sem líka skilar hækkun raunvaxta. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum sem sagt að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru flest að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun