Þetta herma rússneskir fréttamiðlar en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá íslenskra miðla. Þar kemur fram að maðurinn hafi verið á ferð ásamt fjórum öðrum mönnum á siglingu á litlum báti frá Sakalín-eyjum til Hokkaido-eyju í Japan þegar strandgæsla Rússlands stöðvaði för þeirra.
Var mönnunum gefið að sök að dvelja ólöglega í Rússlandi og kemur fram að þeir hafi verið án atvinnuréttinda. Þeir voru í kjölfarið dæmdir sekir og vísað úr landi en þeir sæta að auki fimm ára endurkomubanni.
Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við Vísi að Íslendingur hafi nýverið verið handtekinn í Rússlandi.
„Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur haft til meðferðar mál Íslendings sem handtekinn var í Rússlandi nýverið, en veitir ekki frekari upplýsingar um einstök mál,“ sagði hann.