Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar 9. desember 2024 07:03 Tilgangslausu fimm vikna verkfalli Kennarasambandsins var frestað daginn fyrir kosningar. Sú frétt var fljót að drukkna undan stjórnmálaþrefinu. Forysta kennara gat því læðst á brott án þess að standa fyrir máli sínu. Fimm vikna gíslataka Í fimm vikur hélt kennaraforystan litlum hluta af skólum landsins í gíslingu í gagnslausu, ótímabæru og skammarlegu tilraunaverkfalli. Sérstaklega kom verkfallið á fjórum völdum leikskólum illa við börnin, foreldra og aðstandendur. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem voru án leikskóla í fimm vikur voru jafn margir fullorðnir frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Til viðbótar við veikindaforföll barnanna Álagið af leikskólaverkfallinu bættist ofan á þann veruleika foreldra að á þessum árum eru börnin mjög oft veik heima meðan þau taka út helstu smitsjúkdóma og herða ónæmiskerfið. Það var því hreinn og klár skepnuskapur af forystu kennarasambandsins að láta sér yfirleitt detta í hug að leggja niður störf á leikskólum. Reyndar virðist eitthvað hafa rofað til í kollinum á forystunni þegar hún bauðst til að hætta verkfallinu á leikskólunum gegn greiðslu lausnargjalds. Verkfallsboðunin var ótímabær Gagnrýni á vinnubrögð kennaraforystunnar hefur ekkert að gera með óskir kennara um bætt kjör vegna rýrnunar lífeyrisréttar. Kennarar eiga allt gott skilið, þar á meðal að fá nýjan kjarasamning. Það var hins vegar ljóst frá fyrsta degi að boðun tilraunaverkfalla í hluta skóla landsins var fullkomlega ótímabært frumhlaup. Enda skilaði þetta verkfall engu. Kennarar mættu ekki í tíma Í apríl síðastliðnum undirrituðu Kennarsambandið og sveitarfélögin viðræðuáætlun um kjarasamningsgerð. Engin niðurstaða fékkst í þær viðræður og sögðu kennarar sig einhliða frá samningsgerðinni. Í september vísuðu sveitarfélögin kjaradeilunni til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd sveitarfélaganna taldi útilokað að árangur yrði af frekari viðræðum um „jöfnun launa“ vegna þess að kennarar hafi ekki lagt fram skýrar kröfur sem væru þó forsenda fyrir eiginlegum kjaraviðræðum. En strax eftir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ákváðu kennarar að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í tilteknum skólum. Slappur Félagsdómur Samninganefnd sveitarfélaganna fór fram á að Félagsdómur úrskurðaði verkfallsboðun kennara ólöglega. Aðeins ætti að boða til verkfalla eftir að sáttasemjari hefði gert sitt ítrasta til að miðla málum, eftir atvikum með miðlunartillögu. Þá taldi samninganefndin að kennarasambandið hefði ekki lagt fram kröfugerð sem hægt væri að taka afstöðu til. Ekki væri minnst einu orði á eiginlegar útfærslur á kröfunni eða hvað hún myndi kosta launagreiðendur. Benti samninganefndin á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þyrfti kröfugerðin að liggja fyrir til að samningaviðræður gætu átt sér stað. Þrátt fyrir þessa miklu galla á kröfugerðinni féllst Félagsdómur á sjónarmið kennara um að verkföll gætu þjónað þeim lögmæta tilgangi að stuðla að framgangi krafna þeirra. Þar skaut Félagsdómur sig rækilega í fótinn, því eftir 5 vikna verkfall voru kennarar og sveitarfélögin litlu nær um samningsgrundvöllinn. Dómarar Félagsdóms horfðu algjörlega framhjá forsögunni og skeyttu engu um það hversu ótímabært var að boða til verkfalla. Enda kom það á daginn, kennarar sáu sitt óvænna og frestuðu verkföllum. Vaðið út í vitleysuna Forysta kennarasambandsins sýndi ótrúlega grunnhyggni með því að vaða í verkföll án þess að vera með kröfugerðina á hreinu. Lýsandi fyrir tilgangsleysið er að þrjár af fimm verkfallsvikum fóru í að reyna að finna viðræðugrundvöll. Á meðan áttu engar samningaviðræður sér stað. Bara ef það hentar mér Kennarar vilja miða kjör sín við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Hvergi hefur komið fram hjá hvaða fyrirtækjum eigi að finna þessa samanburðarsérfræðinga, hvort þeir eru til og hvort það myndi yfirleitt bæta kjör kennara. En þar sem kennarar eru opinberir starfsmenn, þá þurfa þeir ekki að fara eftir lögum um vinnudeilur á þeim almennum vinnumarkaði sem þeir þó vilja miða sig við. Samkvæmt þeim lögum er það skilyrði verkfallsboðunar að viðræður um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Úr því kennarar vilja samsama sig við almenna vinnumarkaðinn, þá hefðu þeir að skaðlausu mátt haga kjaradeilu sinni í samræmi við það. Þá hefðu þeir rætt málin til þrautar hjá ríkissáttasemjara frekar en stinga af eftir fyrsta fund og æsa til verkfallboðunar. Höfundur er afi leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Ólafur Hauksson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Tilgangslausu fimm vikna verkfalli Kennarasambandsins var frestað daginn fyrir kosningar. Sú frétt var fljót að drukkna undan stjórnmálaþrefinu. Forysta kennara gat því læðst á brott án þess að standa fyrir máli sínu. Fimm vikna gíslataka Í fimm vikur hélt kennaraforystan litlum hluta af skólum landsins í gíslingu í gagnslausu, ótímabæru og skammarlegu tilraunaverkfalli. Sérstaklega kom verkfallið á fjórum völdum leikskólum illa við börnin, foreldra og aðstandendur. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem voru án leikskóla í fimm vikur voru jafn margir fullorðnir frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Til viðbótar við veikindaforföll barnanna Álagið af leikskólaverkfallinu bættist ofan á þann veruleika foreldra að á þessum árum eru börnin mjög oft veik heima meðan þau taka út helstu smitsjúkdóma og herða ónæmiskerfið. Það var því hreinn og klár skepnuskapur af forystu kennarasambandsins að láta sér yfirleitt detta í hug að leggja niður störf á leikskólum. Reyndar virðist eitthvað hafa rofað til í kollinum á forystunni þegar hún bauðst til að hætta verkfallinu á leikskólunum gegn greiðslu lausnargjalds. Verkfallsboðunin var ótímabær Gagnrýni á vinnubrögð kennaraforystunnar hefur ekkert að gera með óskir kennara um bætt kjör vegna rýrnunar lífeyrisréttar. Kennarar eiga allt gott skilið, þar á meðal að fá nýjan kjarasamning. Það var hins vegar ljóst frá fyrsta degi að boðun tilraunaverkfalla í hluta skóla landsins var fullkomlega ótímabært frumhlaup. Enda skilaði þetta verkfall engu. Kennarar mættu ekki í tíma Í apríl síðastliðnum undirrituðu Kennarsambandið og sveitarfélögin viðræðuáætlun um kjarasamningsgerð. Engin niðurstaða fékkst í þær viðræður og sögðu kennarar sig einhliða frá samningsgerðinni. Í september vísuðu sveitarfélögin kjaradeilunni til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd sveitarfélaganna taldi útilokað að árangur yrði af frekari viðræðum um „jöfnun launa“ vegna þess að kennarar hafi ekki lagt fram skýrar kröfur sem væru þó forsenda fyrir eiginlegum kjaraviðræðum. En strax eftir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ákváðu kennarar að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í tilteknum skólum. Slappur Félagsdómur Samninganefnd sveitarfélaganna fór fram á að Félagsdómur úrskurðaði verkfallsboðun kennara ólöglega. Aðeins ætti að boða til verkfalla eftir að sáttasemjari hefði gert sitt ítrasta til að miðla málum, eftir atvikum með miðlunartillögu. Þá taldi samninganefndin að kennarasambandið hefði ekki lagt fram kröfugerð sem hægt væri að taka afstöðu til. Ekki væri minnst einu orði á eiginlegar útfærslur á kröfunni eða hvað hún myndi kosta launagreiðendur. Benti samninganefndin á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þyrfti kröfugerðin að liggja fyrir til að samningaviðræður gætu átt sér stað. Þrátt fyrir þessa miklu galla á kröfugerðinni féllst Félagsdómur á sjónarmið kennara um að verkföll gætu þjónað þeim lögmæta tilgangi að stuðla að framgangi krafna þeirra. Þar skaut Félagsdómur sig rækilega í fótinn, því eftir 5 vikna verkfall voru kennarar og sveitarfélögin litlu nær um samningsgrundvöllinn. Dómarar Félagsdóms horfðu algjörlega framhjá forsögunni og skeyttu engu um það hversu ótímabært var að boða til verkfalla. Enda kom það á daginn, kennarar sáu sitt óvænna og frestuðu verkföllum. Vaðið út í vitleysuna Forysta kennarasambandsins sýndi ótrúlega grunnhyggni með því að vaða í verkföll án þess að vera með kröfugerðina á hreinu. Lýsandi fyrir tilgangsleysið er að þrjár af fimm verkfallsvikum fóru í að reyna að finna viðræðugrundvöll. Á meðan áttu engar samningaviðræður sér stað. Bara ef það hentar mér Kennarar vilja miða kjör sín við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Hvergi hefur komið fram hjá hvaða fyrirtækjum eigi að finna þessa samanburðarsérfræðinga, hvort þeir eru til og hvort það myndi yfirleitt bæta kjör kennara. En þar sem kennarar eru opinberir starfsmenn, þá þurfa þeir ekki að fara eftir lögum um vinnudeilur á þeim almennum vinnumarkaði sem þeir þó vilja miða sig við. Samkvæmt þeim lögum er það skilyrði verkfallsboðunar að viðræður um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Úr því kennarar vilja samsama sig við almenna vinnumarkaðinn, þá hefðu þeir að skaðlausu mátt haga kjaradeilu sinni í samræmi við það. Þá hefðu þeir rætt málin til þrautar hjá ríkissáttasemjara frekar en stinga af eftir fyrsta fund og æsa til verkfallboðunar. Höfundur er afi leikskólabarns.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar