Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 08:32 Matej Mandic er markvörður króatíska landsliðsins og RK Zagreb. Getty/Tom Weller Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira