Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar 9. desember 2024 10:02 Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Stefán Þorri Helgason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun