Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:24 Það verður að segjast eins og er að félagsfundur Félags ungra mæðra var einstaklega krúttlegur. Vísir/Sigurjón Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira