Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:04 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konuna til eins mánaðar skilorðsbundins fangelsis. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira