Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 21:49 Grunur leikur á að um sömu hunda sé að ræða og þá sem komust í fréttirnar í sumar. vísir Fólk í Langholtshverfi er varað við því í íbúahópi, að hundar gangi nú lausir og drepi ketti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hundar hafi gengið bersersksgang í kvöld. Íbúi í Efstasundi staðfestir í samtali við fréttastofu að köttur hans hafi orðið hundunum að bráð. „Lögreglan kom og bókaði málið en ég veit ekki hvaða hundar þetta voru. Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Marjakaisa Matthíasson eigandi kattarins. Kötturinn var á leiðinni inn en hann var drepinn við tröppur kjallara hússins. „Ég heyrði í hundunum og kettinum og þess vegna fór ég í kjallarann til að hleypa honum inn. Ég þorði eiginlega ekki að opna hurðina vegna látanna í þeim.“ Í íbúahópnum „Langholtshverfi - 104“ á Facebook var fyrr í kvöld varað við því að „tveir lausir Weimaraner hundar“ væru „hlaupandi í Efstasundinu einmitt núna“. Einn íbúanna fullyrðir að um sömu hunda sé að ræða og komust í fréttirnar í sumar. Þá var greint frá því að Dýraþjónusta Reykjavíkur væri með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, sem grunaðir væru um að hafa drepið heimiliskött. Sömu hundar hefðu verið grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. „Þeir fóru eitthvert lengst um leið, kötturinn náði að komast í burtu og við öll með lítil börn og 3 hunda í húsinu og lætin rosaleg þetta var svo mikið kaos,“ segir annar íbúi í hópnum. Fulltrúi Dýraþjónustu Reykjavíkur staðfestir að þjónustunni hafi borist sambærilegar ábendingar og vinni nú í því að fanga hundana. Það geti hins vegar reynst erfitt á meðan dimmt er. Því er beint til kattaeiganda að halda þeim innandyra. Reykjavík Hundar Lögreglumál Dýr Kettir Gæludýr Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hundar hafi gengið bersersksgang í kvöld. Íbúi í Efstasundi staðfestir í samtali við fréttastofu að köttur hans hafi orðið hundunum að bráð. „Lögreglan kom og bókaði málið en ég veit ekki hvaða hundar þetta voru. Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Marjakaisa Matthíasson eigandi kattarins. Kötturinn var á leiðinni inn en hann var drepinn við tröppur kjallara hússins. „Ég heyrði í hundunum og kettinum og þess vegna fór ég í kjallarann til að hleypa honum inn. Ég þorði eiginlega ekki að opna hurðina vegna látanna í þeim.“ Í íbúahópnum „Langholtshverfi - 104“ á Facebook var fyrr í kvöld varað við því að „tveir lausir Weimaraner hundar“ væru „hlaupandi í Efstasundinu einmitt núna“. Einn íbúanna fullyrðir að um sömu hunda sé að ræða og komust í fréttirnar í sumar. Þá var greint frá því að Dýraþjónusta Reykjavíkur væri með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, sem grunaðir væru um að hafa drepið heimiliskött. Sömu hundar hefðu verið grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. „Þeir fóru eitthvert lengst um leið, kötturinn náði að komast í burtu og við öll með lítil börn og 3 hunda í húsinu og lætin rosaleg þetta var svo mikið kaos,“ segir annar íbúi í hópnum. Fulltrúi Dýraþjónustu Reykjavíkur staðfestir að þjónustunni hafi borist sambærilegar ábendingar og vinni nú í því að fanga hundana. Það geti hins vegar reynst erfitt á meðan dimmt er. Því er beint til kattaeiganda að halda þeim innandyra.
Reykjavík Hundar Lögreglumál Dýr Kettir Gæludýr Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira