Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 10:31 Annika Lott skoraði umdeilt mark gegn Noregi á EM í gær. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti. Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27