„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 19:31 Luigi Mangione er 26 ára gamall. EPA Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“ Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira
Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira
Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52