Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 08:50 Framkvæmdastjóri móðurfélags The Onion segir félagið enn staðráðið í því að eignast Infowars. Getty/Mario Tama Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent