Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 10:52 Sem hlutfall af heildarmannfjölda búa langflestir innflytjendur á Íslandi á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira