„Það falla mörg tár á sunnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 14:31 Þórir Hergeirsson ætlar að láta gott heita sem þjálfari norska landsliðsins á sunnudaginn. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár. Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira