Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 17:49 Gukesh Dommaraju náði að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að vera með svart í lokaskákinni. Getty/Andrzej Iwanczuk Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Skák Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024
Skák Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira