Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifa 13. desember 2024 08:32 Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun