Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar 13. desember 2024 12:00 Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun