Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar 13. desember 2024 16:00 Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun