„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 17:44 Sigurður Ingi mun að öllum líkindum taka sæti í stjórnarandstöðu. Hann gefur lítið fyrir ummæli formanns Samfylkingarinnar, sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður. vísir/vilhelm „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira