Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 08:47 Mangum segist sjá eftir því að hafa logið. Hún afplánar nú dóm fyrir manndráp. Skjáskot/Let‘s talk with Kat Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. „Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
„Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira