Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 08:31 Blinken á fundi utanríkisráðherranna í Jórdaníu í gær. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd. Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd.
Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48