Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. desember 2024 19:19 Súrefnismettun Aprílar var orðin svo lág að hún þurfti á súrefnisgrímu að halda. Móðir hennar segir það verstu tilfinningu í heimi að horfa á barn sitt svona veikt. Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni. Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46