Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 09:33 Lee Jae-myung er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum. Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum.
Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03
Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32