Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 18:44 Þórir Hergeirsson kveður norska liðið sem einn sigursælasti þjálfari handboltasögunnar. Vísir/EPA Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira
Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira