Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. desember 2024 00:01 Tugir unglinga voru á staðnum sem virtist vera vörugeymsla sem búið var að breyta í „skemmtistað“. Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira