Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2024 09:05 Kona dreypir á piña colada, vonandi ómengaðri. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos. Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos.
Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59