Talsverðar líkur á hvítum jólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2024 12:02 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir. „Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“ Veður Jól Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
„Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“
Veður Jól Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira