„Allt er reynt til að komast í gegn um landamærin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2024 14:14 Úlfar Lúðvíksson stendur í ströngu á landamærunum á Keflavíkurflugvelli. Þaðan hefur yfir sjö hundruð verið vísað frá á árinu sem er Íslandsmet. Albanir og Georgíumenn toppa lista þeirra sem komast ekki inn í landið. Vísir/Ívar fannar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísun ferðamanna á landamærum úr gildi á árinu. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður sem hefur gætt hagsmuna slíkra ferðamanna, heldur því fram að lögregla brjóti bæði rannsóknarreglu og leiðbeiningarskyldu sem felur í sér réttinn til að fá aðstoð lögmanns. Andmælaréttur hafi verið vanvirtur og litið fram hjá gögnum. Þá hafi borið á því að lögregla hafi ekki skoðað hvort frásögn einstaklins passi varðandi gististað og í sumum tilfellum hafi fólk þurft að dúsa í tvo til þrjá sólarhringa á flugvellinum, stundum án brottfararspjalds á fríhafnarsvæði og því ekki getað keypt sér mat. 205 Albönum og 193 Georgíumönnum vísað frá landi Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu á vefsíðu embættisins kemur fram að mikilvægt sé að hafa í huga það stærðarinnar verkefni sem embættið standi frammi fyrir. Fjöldi frávísana árið 2024 sé kominn yfir 700 og hafi aldrei verið fleiri. „Þannig hefur lögreglan til að mynda frávísað 205 Albönum og 193 Georgíumönnum á innri landamærum við komu þeirra til landsins. Allt er reynt til að komast í gegn um landamærin. Það breytir ekki því að stundum verður lögreglu á í sínum störfum og er það miður,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé þó ekki svo að lögreglan túlki útlendingalögin vítt. Fólki sé ekki haldið á flugvellinum lengur en þörf sé á. „Þurfi að koma aðila út fyrir Schengen–svæðið tekur undirbúningur ferðar tíma og fylgir ákveðnu skipulagi. Ákvarðanir um frávísanir eru hins vegar teknar fljótlega eftir komu útlendings til landsins,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki um misskilning að ræða vegna gistisstaðs Lögregla segir að eitt dæmið, þar sem kærunefndin felldi úrskurð lögreglustjórans úr gildi, hafa verið vegna ágreinings um gististað. Ferðamaðurinn hafi sagst eiga bókaða gistingu á ákveðnum stað og í ákveðinn tíma. Lögregla hafi kannað sannleiksgildi þeirrar frásagnar og komið í ljós að ferðamaðurinn ætti enga gistingu bókaða þar. Lögregla hafi metið að viðkomandi hafi gefið lögreglu rangar upplýsingar, trúverðugleiki viðkomandi sé farinn og honum vísað úr landi. Í þessu dæmi hafi aðili í framhaldinu lagt fram nýjar upplýsingar um gististað sinn við kærumeðferðinar og kærunefndin fengið staðfest frá umræddum gististað. Í úrskurði sínum sagði svo kærunefndin að fyrir lægi að þær upplýsingar sem lögregla aflaða varðandi gistingu hefðu byggst „á misskilningi“. Fyrir lægi að viðkomandi hefði átt bókaða gistingu. „Lögregla var ekki upplýst um þessar nýju upplýsingar sem að mati lögreglu skiptu miklu við mat á trúverðugleika aðilans. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur fengið það staðfest að umrædd bókun var gerð eftir að búið var að taka ákvörðun um frávísun aðilans. Hann var því samkvæmt þessu ekki með bókaða gistingu á umræddum gististað yfir ákveðið tímabil líkt og hann hélt ranglega fram áður en tekin var ákvörðun um að frávísa honum. Því var ekki um misskilning að ræða hjá starfsmönnum embættisins líkt og haldið er fram í úrskurði kærunefndar útlendingamála,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Aðstæður á flugvellinum bágbornar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi gagnrýnt verklag kærunefndarinnar að senda lögreglu ekki greinargerð þess sem kærir ákvarðanir lögreglu. Því eigi lögreglustjóri ekki að venjast í samskiptum við til að mynda dómsmálaráðuneytið, ríkissaksóknara eða nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Þá þyki lögreglustjóra eðlilegt að kærunefndin afli upplýsinga frá lögreglu ef ný gögn eða upplýsingar komi fram við kærumeðferð mála sem ekki liggi fyrir í gögnum lögreglu. Aðstæður á Keflavíkurflugvelli séu bágbornar þegar komi að því að hýsa menn þegar mál þeirra séu til skoðunar hjá lögreglu. „Þannig er aðgengilegt svæði ekki til staðar og ekki annað í boði en að menn bíði úrlausnar eða flutnings á D svæði eða á ytri landamærum í flugstöðvarbyggingunni. Vonir standa til að úr þessu verði bætt en sá vilji dómsmálaráherra og ráðuneytis er skýr hvað þetta varðar. Það hefur verið ákall lögreglu yfir langt tímabil. Þá er ekki um það að ræða að mat og drykk sé haldið frá aðila sem bíður úrlausnar sinna mála á flugvellinum.“ Erlendir glæpahópar vilji tryggja stöðu sína Gríðarlegt álag sé á landamærum Íslands á Keflavíkurflugvelli. „Erlendir glæpahópar vilja tryggja stöðu sína hér á landi. Hér skiptir öflugt löggæslu- og landamæraeftirlit og skýr og afdráttarlaus útlendingalöggjöf miklu. Við erum að fást við erlenda lögbrjóta og þá sem geta ekki gert grein fyrir tilgangi dvalar og uppfylla ekki önnur skilyrði komu til landsins. Það ætti ekki að valda misskilningi.“ Til vitnis um álagið á kerfinu greinir lögreglustjóri frá því að vegna rannsókna embættisins sitji tólf útlendingar sem stendur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum til landsins. „Þeir koma frá Grikklandi, Dóminíska lýðveldinu, Spáni, Póllandi, Brasilíu, Kirgistan, Ítalíu og Nígeríu. Þá situr einn í gæsluvarðhaldi vegna brota á útlendingalögum.“ Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Fíkniefnabrot Innflytjendamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísun ferðamanna á landamærum úr gildi á árinu. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður sem hefur gætt hagsmuna slíkra ferðamanna, heldur því fram að lögregla brjóti bæði rannsóknarreglu og leiðbeiningarskyldu sem felur í sér réttinn til að fá aðstoð lögmanns. Andmælaréttur hafi verið vanvirtur og litið fram hjá gögnum. Þá hafi borið á því að lögregla hafi ekki skoðað hvort frásögn einstaklins passi varðandi gististað og í sumum tilfellum hafi fólk þurft að dúsa í tvo til þrjá sólarhringa á flugvellinum, stundum án brottfararspjalds á fríhafnarsvæði og því ekki getað keypt sér mat. 205 Albönum og 193 Georgíumönnum vísað frá landi Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu á vefsíðu embættisins kemur fram að mikilvægt sé að hafa í huga það stærðarinnar verkefni sem embættið standi frammi fyrir. Fjöldi frávísana árið 2024 sé kominn yfir 700 og hafi aldrei verið fleiri. „Þannig hefur lögreglan til að mynda frávísað 205 Albönum og 193 Georgíumönnum á innri landamærum við komu þeirra til landsins. Allt er reynt til að komast í gegn um landamærin. Það breytir ekki því að stundum verður lögreglu á í sínum störfum og er það miður,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé þó ekki svo að lögreglan túlki útlendingalögin vítt. Fólki sé ekki haldið á flugvellinum lengur en þörf sé á. „Þurfi að koma aðila út fyrir Schengen–svæðið tekur undirbúningur ferðar tíma og fylgir ákveðnu skipulagi. Ákvarðanir um frávísanir eru hins vegar teknar fljótlega eftir komu útlendings til landsins,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki um misskilning að ræða vegna gistisstaðs Lögregla segir að eitt dæmið, þar sem kærunefndin felldi úrskurð lögreglustjórans úr gildi, hafa verið vegna ágreinings um gististað. Ferðamaðurinn hafi sagst eiga bókaða gistingu á ákveðnum stað og í ákveðinn tíma. Lögregla hafi kannað sannleiksgildi þeirrar frásagnar og komið í ljós að ferðamaðurinn ætti enga gistingu bókaða þar. Lögregla hafi metið að viðkomandi hafi gefið lögreglu rangar upplýsingar, trúverðugleiki viðkomandi sé farinn og honum vísað úr landi. Í þessu dæmi hafi aðili í framhaldinu lagt fram nýjar upplýsingar um gististað sinn við kærumeðferðinar og kærunefndin fengið staðfest frá umræddum gististað. Í úrskurði sínum sagði svo kærunefndin að fyrir lægi að þær upplýsingar sem lögregla aflaða varðandi gistingu hefðu byggst „á misskilningi“. Fyrir lægi að viðkomandi hefði átt bókaða gistingu. „Lögregla var ekki upplýst um þessar nýju upplýsingar sem að mati lögreglu skiptu miklu við mat á trúverðugleika aðilans. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur fengið það staðfest að umrædd bókun var gerð eftir að búið var að taka ákvörðun um frávísun aðilans. Hann var því samkvæmt þessu ekki með bókaða gistingu á umræddum gististað yfir ákveðið tímabil líkt og hann hélt ranglega fram áður en tekin var ákvörðun um að frávísa honum. Því var ekki um misskilning að ræða hjá starfsmönnum embættisins líkt og haldið er fram í úrskurði kærunefndar útlendingamála,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Aðstæður á flugvellinum bágbornar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi gagnrýnt verklag kærunefndarinnar að senda lögreglu ekki greinargerð þess sem kærir ákvarðanir lögreglu. Því eigi lögreglustjóri ekki að venjast í samskiptum við til að mynda dómsmálaráðuneytið, ríkissaksóknara eða nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Þá þyki lögreglustjóra eðlilegt að kærunefndin afli upplýsinga frá lögreglu ef ný gögn eða upplýsingar komi fram við kærumeðferð mála sem ekki liggi fyrir í gögnum lögreglu. Aðstæður á Keflavíkurflugvelli séu bágbornar þegar komi að því að hýsa menn þegar mál þeirra séu til skoðunar hjá lögreglu. „Þannig er aðgengilegt svæði ekki til staðar og ekki annað í boði en að menn bíði úrlausnar eða flutnings á D svæði eða á ytri landamærum í flugstöðvarbyggingunni. Vonir standa til að úr þessu verði bætt en sá vilji dómsmálaráherra og ráðuneytis er skýr hvað þetta varðar. Það hefur verið ákall lögreglu yfir langt tímabil. Þá er ekki um það að ræða að mat og drykk sé haldið frá aðila sem bíður úrlausnar sinna mála á flugvellinum.“ Erlendir glæpahópar vilji tryggja stöðu sína Gríðarlegt álag sé á landamærum Íslands á Keflavíkurflugvelli. „Erlendir glæpahópar vilja tryggja stöðu sína hér á landi. Hér skiptir öflugt löggæslu- og landamæraeftirlit og skýr og afdráttarlaus útlendingalöggjöf miklu. Við erum að fást við erlenda lögbrjóta og þá sem geta ekki gert grein fyrir tilgangi dvalar og uppfylla ekki önnur skilyrði komu til landsins. Það ætti ekki að valda misskilningi.“ Til vitnis um álagið á kerfinu greinir lögreglustjóri frá því að vegna rannsókna embættisins sitji tólf útlendingar sem stendur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum til landsins. „Þeir koma frá Grikklandi, Dóminíska lýðveldinu, Spáni, Póllandi, Brasilíu, Kirgistan, Ítalíu og Nígeríu. Þá situr einn í gæsluvarðhaldi vegna brota á útlendingalögum.“
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Fíkniefnabrot Innflytjendamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira