Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 16:05 Fjölmörg hús urðu fyrir miklum skemmdum og eru heilu hverfi og þorpin sögð í rúst. AP/Rainat Aliloiffa Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst. Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst.
Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34