Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar 16. desember 2024 23:19 Sem kennari hefur mér verið bent á að ef kennarar vilja fá jöfn laun við almenna markaðinn er þeim hollast að vera ekki alltaf í fríi Fjórir mánuðir í fríi heyrði ég síðast fleygt fram. Djöfull hljómar það vel. Ef það væri staðan myndi líklega allir landsmenn að keppast um þetta draumastarf letihauganna. Er þetta kannski þessi íslenska öfund sem menn benda alltaf á þegar fólk gagnrýnir kvótakerfið. Måske Það er ekki að undra að fólk bregðist illa við kjarabaráttu kennara ef almenningur veður um í villu ranghugmynda varðandi orlofsrétt kennara. Ég skil það vel, ég næði sjálfur ekki upp í nefið á mér ef einhverjir ríkisstarfsmenn með orlofsrétt um 33% af starfsárinu væru eitthvað að nöldra um betri kjör. Það eru reyndar tvær villur í þessu málþófi. Grunnskólakennarar vinna ekki hjá ríkinu og þeir eru ekki fjóra mánuði á ári í fríi. Grunnskólarnir eru á vegum sveitarfélaganna og þú, kæri lesandi getur spurt hvern sem vinnur hjá ríkinu hvort honum finnist betra. Svarið kemur líklega ekki mikið á óvart Lengd orlofs kennara eru 30 dagar miðað við full starf. Það sama og hjá þeim sem heyra undir BHM og vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Ég tek samt minna eftir því að verið sé að hnýta í aðrar stéttir en kennara varðandi þetta, hvað sem því veldur. Kannski er það öfundin. En það er nokkuð augljóst að þarna eru ekki fjórir mánuðir á ferð. Bara það sama og aðrir opinberir starfsmenn. Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífsins er að lágmarki 24 virkir dagar en getur með tímanum farið upp í 30 daga. Ég ætla samt ekki að fleygja því fram að almenni markaðurinn sé aldrei í frí. Það er að sjálfsögðu munur á milli en sennilega talsvert minni en fólk gerir sér grein fyrir. Vinnuskylda kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið. Á 37 vikna starfstíma skóla er vikuleg vinnuskylda hans 42,86 klst. Svo almennt vinna kennarar lengri vinnudag og nýta kvöld og helgar til að klára önnur verkefni. Það er auðvitað engin yfirvinna greidd fyrir neitt af þessu. Þú gætir unnið myrkranna á milli við að undirbúa en staðan er bara sú að eina sem greitt er auka fyrir eru forföll, eða ef heppnin er með þér fleiri tímar í töflu umfram kennsluskyldu. En þá þarftu auðvitað að undirbúa meira og búa til námsefni. Og þarft þar af leiðandi að vinna meira frammeftir. Svo er auðvitað ekki sjálfgefið fleiri tímar í töflu séu yfirhöfuð í boði. Hljómar þetta mögulega ennþá jafn vel? Mögulega horfir fólk til vetrarfrísins, ég hef fulla samúð með veseninu sem því kann að fylgja. Ég veit bara ekki hvort við okkur kennarana er að sakast. Það var fyrir mína tíð. Eftir því sem ég best veit báðum við ekki um innleiðingu vetrarfrísins heldur var það í samráði við sveitafélögin og foreldra , en ef við eigum sök í máli þá biðst ég hér með bara afsökunar. Kannski fara starfsdagarnir eitthvað öfugt ofan í fólk. Mögulega finnst þeim að ef það er ekki kennsla í gagni þá fari ekki fram nein vinna. Það nær auðvitað ekki neinni átt. Þetta er ekki færibandavinna. Það er ámóta sérstakt eins og að gefa í skyn að eina vinnan sem læknar sinni sé tíminn þegar verið er að framkvæma aðgerð, þingmaður rétt á meðan þegar hann stendur í pontu. Eða fjölmiðlamaðurinn meðan hann tekur viðtalið. Almenn regla frjálsa markaðarins er að þegar eftirspurn eftir vinnuafli eykst er getur umrætt vinnuafl krafist hærri launa. Sem er meðal annars ástæða þess að forritarar hoppa beint úr námi í há laun. Kennarar geta hins vegar erfiðlega selt sérþekkingu sína til hæstbjóðanda á sínum starfsvettvangi. Eða beðið um launahækkun fyrir meira framleiðni eða vel unnin störf. Það er nefnilega ákveðinn kommúnismi í launatöflu kennara. Það er engum umbunað fyrir að skara frammúr. Kannski væri betra fyrir hinn almenna bol að koma bara að kenna frekar en að velta sér upp úr öfund yfir öllu þessu fríi. Það eru enn laus störf þó önnin sé hálfnuð. Það er á nógu að taka, grípið tækifærið Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sem kennari hefur mér verið bent á að ef kennarar vilja fá jöfn laun við almenna markaðinn er þeim hollast að vera ekki alltaf í fríi Fjórir mánuðir í fríi heyrði ég síðast fleygt fram. Djöfull hljómar það vel. Ef það væri staðan myndi líklega allir landsmenn að keppast um þetta draumastarf letihauganna. Er þetta kannski þessi íslenska öfund sem menn benda alltaf á þegar fólk gagnrýnir kvótakerfið. Måske Það er ekki að undra að fólk bregðist illa við kjarabaráttu kennara ef almenningur veður um í villu ranghugmynda varðandi orlofsrétt kennara. Ég skil það vel, ég næði sjálfur ekki upp í nefið á mér ef einhverjir ríkisstarfsmenn með orlofsrétt um 33% af starfsárinu væru eitthvað að nöldra um betri kjör. Það eru reyndar tvær villur í þessu málþófi. Grunnskólakennarar vinna ekki hjá ríkinu og þeir eru ekki fjóra mánuði á ári í fríi. Grunnskólarnir eru á vegum sveitarfélaganna og þú, kæri lesandi getur spurt hvern sem vinnur hjá ríkinu hvort honum finnist betra. Svarið kemur líklega ekki mikið á óvart Lengd orlofs kennara eru 30 dagar miðað við full starf. Það sama og hjá þeim sem heyra undir BHM og vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Ég tek samt minna eftir því að verið sé að hnýta í aðrar stéttir en kennara varðandi þetta, hvað sem því veldur. Kannski er það öfundin. En það er nokkuð augljóst að þarna eru ekki fjórir mánuðir á ferð. Bara það sama og aðrir opinberir starfsmenn. Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífsins er að lágmarki 24 virkir dagar en getur með tímanum farið upp í 30 daga. Ég ætla samt ekki að fleygja því fram að almenni markaðurinn sé aldrei í frí. Það er að sjálfsögðu munur á milli en sennilega talsvert minni en fólk gerir sér grein fyrir. Vinnuskylda kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið. Á 37 vikna starfstíma skóla er vikuleg vinnuskylda hans 42,86 klst. Svo almennt vinna kennarar lengri vinnudag og nýta kvöld og helgar til að klára önnur verkefni. Það er auðvitað engin yfirvinna greidd fyrir neitt af þessu. Þú gætir unnið myrkranna á milli við að undirbúa en staðan er bara sú að eina sem greitt er auka fyrir eru forföll, eða ef heppnin er með þér fleiri tímar í töflu umfram kennsluskyldu. En þá þarftu auðvitað að undirbúa meira og búa til námsefni. Og þarft þar af leiðandi að vinna meira frammeftir. Svo er auðvitað ekki sjálfgefið fleiri tímar í töflu séu yfirhöfuð í boði. Hljómar þetta mögulega ennþá jafn vel? Mögulega horfir fólk til vetrarfrísins, ég hef fulla samúð með veseninu sem því kann að fylgja. Ég veit bara ekki hvort við okkur kennarana er að sakast. Það var fyrir mína tíð. Eftir því sem ég best veit báðum við ekki um innleiðingu vetrarfrísins heldur var það í samráði við sveitafélögin og foreldra , en ef við eigum sök í máli þá biðst ég hér með bara afsökunar. Kannski fara starfsdagarnir eitthvað öfugt ofan í fólk. Mögulega finnst þeim að ef það er ekki kennsla í gagni þá fari ekki fram nein vinna. Það nær auðvitað ekki neinni átt. Þetta er ekki færibandavinna. Það er ámóta sérstakt eins og að gefa í skyn að eina vinnan sem læknar sinni sé tíminn þegar verið er að framkvæma aðgerð, þingmaður rétt á meðan þegar hann stendur í pontu. Eða fjölmiðlamaðurinn meðan hann tekur viðtalið. Almenn regla frjálsa markaðarins er að þegar eftirspurn eftir vinnuafli eykst er getur umrætt vinnuafl krafist hærri launa. Sem er meðal annars ástæða þess að forritarar hoppa beint úr námi í há laun. Kennarar geta hins vegar erfiðlega selt sérþekkingu sína til hæstbjóðanda á sínum starfsvettvangi. Eða beðið um launahækkun fyrir meira framleiðni eða vel unnin störf. Það er nefnilega ákveðinn kommúnismi í launatöflu kennara. Það er engum umbunað fyrir að skara frammúr. Kannski væri betra fyrir hinn almenna bol að koma bara að kenna frekar en að velta sér upp úr öfund yfir öllu þessu fríi. Það eru enn laus störf þó önnin sé hálfnuð. Það er á nógu að taka, grípið tækifærið Höfundur er kennari.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun