Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 07:15 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi. Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira