Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 17. desember 2024 11:00 Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun