„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 17. desember 2024 22:17 Brynjari Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, lætur sínar stelpur heyra það. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira