Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 17:47 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17