Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 13:14 Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvíkurveg daginn eftir að Sigurður Fannar var handtekinn. Vísir/Bjarni Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli. Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli.
Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“