Ísland þarf að spjara sig án Ómars Inga Magnússonar sem á við meiðsli að stríða, en nánar má lesa um valið á HM-hópnum hér að neðan.
Auk þess að tilkynna HM-hópinn fór Snorri yfir undirbúning íslenska liðsins, vináttulandsleiki við Svíþjóð 9. og 11. janúar, og mótherjana sem bíða á HM, auk þess að svara spurningum blaðamanna. Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan.
Ísland spilar í G-riðli á HM, með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Þrjú liðanna komast áfram í millirðil með þremur liðum úr H-riðli (Egyptaland, Króatía, Argentína, Barein). Tvö lið úr þeim milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Allir leikir Íslands, sama hve langt liðið nær, fara fram á sama stað, í Zagreb.
Textalýsingu frá fundinum má finna hér neðst í fréttinni.