Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 22:43 Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp. Vísir/Sigurjón Stóraukin netverslun Íslendinga skilar sér í auknu álagi hjá sendingarfyrirtækjum. Einhverjar tafir hafa verið á afhendingu sendinga sem framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækis segir vera vegna plássleysis í flugvélum á leið til landsins Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur. Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur.
Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira