„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 22:20 Strákarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa tapað tveimur leikjum í röð, gegn tveimur efstu liðum Bónus deildar karla. vísir/diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. „Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum