Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 07:31 Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun