Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar 20. desember 2024 08:02 Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun