Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 20. desember 2024 11:32 Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkuskipti Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar