Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 23:55 Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eiga heima rétt hjá jólamarkaðnum þar sem var ekið á tugi manna fyrr í kvöld. Myndin til hægri er tekin af Rannveigu. aðsend Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira