„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 12:02 Harpa Brynjarsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa búið í Magdeburg í þó nokkur ár. Harpa/AP Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“ Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Sjá meira
Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Sjá meira