Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 09:00 Frá vettvangi árásarinnar. Þjóðverjar búast við því að fleiri af þeim sem særðust muni deyja. AP/Michael Probst Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur og níu ára dreng og særa tugi manna með því að aka bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur í fangelsi. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm morð auk fjölda morðtilrauna og líkamsárása. Árásarmaðurinn heitir Taleb al-Abdulmohsen og er fimmtugur maður frá Sádi-Arabíu sem starfað hefur sem geðlæknir í Þýskalandi, eftir að hann flutti þangað árið 2006. Yfirvöld í Sádi-Arabíu eru sögð hafa sent fjórar viðvarnir vegna mannsins til Þýskalands, þar sem hann stóð frammi fyrir mögulegum dauðadómi fyrir að hafna Íslam. Al-Abdulmohsen ók BMW bíl á miklum hraða um jólamarkað í Magdeburg en er sagður hafa komist inn á svæðið gegnum hlið fyrir viðbragðsaðila. Hann ók um í um þrjár mínútur áður en hann var stöðvaður og handtekinn. Konurnar sem dóu í árásinni voru samkvæmt lögreglunni 45, 52, 67 og 75 ára gamlar. Í frétt BBC segir að þó al-Abdulmohsen hafi komið til Þýskalands frá Sádi-Arabíu árið 2006 hafi hann árið 2016 fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Þá hélt hann úti vefsíðu þar sem hann aðstoðaði aðra sem flúðu frá Mið-Austurlöndum. Innflytjendastofa Þýskalands (Bamf) sagði í morgun að stofnunni hefði síðasta sumar borist viðvörun vegna al- Abdulmohsen. Samkvæmt frétt Spiegel gátu starfsmenn stofnunarinnar þó lítið annað gert en vísað þeim sem sendi viðvörunina á lögreglu. Rannsakendur hafa engin tengsl fundið milli mannsins og íslamskra öfgahreyfinga. Þess í stað benda færslur hans á samfélagsmiðlum til þess að honum hafi verið verulega í nöp við Íslam og kvartaði hann meðal annars yfir því að Þýskaland væri að íslamvæða Evrópu, auk þess sem hann sendi frá sér orðræðu sem tengist öfgahægri öflum á Vesturlöndum. Þar að auki hafði hann sagst styðja hægri flokkinn umdeilda AfD. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Hann hafði áður, í viðtali frá 2019, lýst sér sem vinstri sinnuðum og „mesta gagnrýnanda Íslam“ í sögu trúarinnar, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Sama ár sagði hann í samtali við Jerusalem Post að hann verði um tíu til sextán tímum á dag í að aðstoða fólk sem hafnaði Íslam að verða sér út um hæli á Vesturlöndum. Peter R. Neumann, sérfræðingur í hryðjuverkastarfsemi sem starfar meðal annars hjá King‘s College í Lundúnum, sagði í gær að eftir 25 ár í þessum bransa hefði hann haldið að ekkert gæti komið honum á óvart. Fimmtíu ára gamall Sádi sem hefði „hafnað Íslam og byggi í Austur-Þýskalandi, elskaði AfD og langaði að refsa Þýskalandi fyrir jákvætt viðhorf í garð íslamista“ hefði þó ekki verið eitthvað sem hann ætti von á því að sjá. Óttuðust áróðursherferð Sáda BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan stjórnvalda í Sádi-Arabíu að fjórar viðvaranir vegna al-Abdulmohsen hafi verið sendar til Þýskalands, vegna öfgafullra skoðana hans. Þær viðvaranir hafi verið hunsaðar. Annar heimildarmaður miðilsins sagði þó að mögulega eigi yfirvöld í konungsríkinu í áróðursherferð gegn al-Abdulmohsen þar sem hann hafi reynt að aðstoða konur við að flýja frá Sádi-Arabíu til Þýskalands. Þá hefur komið fram að al-Abdulmohsen hafnaði Íslam, sem er glæpur í Sádi-Arabíu og stóð hann mögulega frammi fyrir dauðarefsingu þar. Wall Street Journal segir viðvaranir Sáda hafa snúist um að maðurinn væri hættulegur og að hann ógnaði mögulega öryggi erindreka frá konungsríkinu. Þá segir miðillinn Þjóðverja hafa talið að Sádar væru að segja ósatt til að koma óorði á aðgerðasinna. Þýskaland Sádi-Arabía Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld. 21. desember 2024 23:17 „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. 21. desember 2024 12:02 Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi 21. desember 2024 11:50 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Árásarmaðurinn heitir Taleb al-Abdulmohsen og er fimmtugur maður frá Sádi-Arabíu sem starfað hefur sem geðlæknir í Þýskalandi, eftir að hann flutti þangað árið 2006. Yfirvöld í Sádi-Arabíu eru sögð hafa sent fjórar viðvarnir vegna mannsins til Þýskalands, þar sem hann stóð frammi fyrir mögulegum dauðadómi fyrir að hafna Íslam. Al-Abdulmohsen ók BMW bíl á miklum hraða um jólamarkað í Magdeburg en er sagður hafa komist inn á svæðið gegnum hlið fyrir viðbragðsaðila. Hann ók um í um þrjár mínútur áður en hann var stöðvaður og handtekinn. Konurnar sem dóu í árásinni voru samkvæmt lögreglunni 45, 52, 67 og 75 ára gamlar. Í frétt BBC segir að þó al-Abdulmohsen hafi komið til Þýskalands frá Sádi-Arabíu árið 2006 hafi hann árið 2016 fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Þá hélt hann úti vefsíðu þar sem hann aðstoðaði aðra sem flúðu frá Mið-Austurlöndum. Innflytjendastofa Þýskalands (Bamf) sagði í morgun að stofnunni hefði síðasta sumar borist viðvörun vegna al- Abdulmohsen. Samkvæmt frétt Spiegel gátu starfsmenn stofnunarinnar þó lítið annað gert en vísað þeim sem sendi viðvörunina á lögreglu. Rannsakendur hafa engin tengsl fundið milli mannsins og íslamskra öfgahreyfinga. Þess í stað benda færslur hans á samfélagsmiðlum til þess að honum hafi verið verulega í nöp við Íslam og kvartaði hann meðal annars yfir því að Þýskaland væri að íslamvæða Evrópu, auk þess sem hann sendi frá sér orðræðu sem tengist öfgahægri öflum á Vesturlöndum. Þar að auki hafði hann sagst styðja hægri flokkinn umdeilda AfD. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Hann hafði áður, í viðtali frá 2019, lýst sér sem vinstri sinnuðum og „mesta gagnrýnanda Íslam“ í sögu trúarinnar, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Sama ár sagði hann í samtali við Jerusalem Post að hann verði um tíu til sextán tímum á dag í að aðstoða fólk sem hafnaði Íslam að verða sér út um hæli á Vesturlöndum. Peter R. Neumann, sérfræðingur í hryðjuverkastarfsemi sem starfar meðal annars hjá King‘s College í Lundúnum, sagði í gær að eftir 25 ár í þessum bransa hefði hann haldið að ekkert gæti komið honum á óvart. Fimmtíu ára gamall Sádi sem hefði „hafnað Íslam og byggi í Austur-Þýskalandi, elskaði AfD og langaði að refsa Þýskalandi fyrir jákvætt viðhorf í garð íslamista“ hefði þó ekki verið eitthvað sem hann ætti von á því að sjá. Óttuðust áróðursherferð Sáda BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan stjórnvalda í Sádi-Arabíu að fjórar viðvaranir vegna al-Abdulmohsen hafi verið sendar til Þýskalands, vegna öfgafullra skoðana hans. Þær viðvaranir hafi verið hunsaðar. Annar heimildarmaður miðilsins sagði þó að mögulega eigi yfirvöld í konungsríkinu í áróðursherferð gegn al-Abdulmohsen þar sem hann hafi reynt að aðstoða konur við að flýja frá Sádi-Arabíu til Þýskalands. Þá hefur komið fram að al-Abdulmohsen hafnaði Íslam, sem er glæpur í Sádi-Arabíu og stóð hann mögulega frammi fyrir dauðarefsingu þar. Wall Street Journal segir viðvaranir Sáda hafa snúist um að maðurinn væri hættulegur og að hann ógnaði mögulega öryggi erindreka frá konungsríkinu. Þá segir miðillinn Þjóðverja hafa talið að Sádar væru að segja ósatt til að koma óorði á aðgerðasinna.
Þýskaland Sádi-Arabía Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld. 21. desember 2024 23:17 „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. 21. desember 2024 12:02 Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi 21. desember 2024 11:50 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld. 21. desember 2024 23:17
„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. 21. desember 2024 12:02
Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi 21. desember 2024 11:50