„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 13:22 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson í Stjórnarráðinu. Vísir/Viktor Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. „Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
„Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira