Logi frá FH til Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 07:30 Logi Hrafn Róbertsson spilar í grænu og gulu á nýju ári. NK Istra Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH og U21-landsliðs Íslands, var í gær kynntur sem nýjasti leikmaður króatíska knattspyrnufélagsins NK Istra. „Við erum gríðarlega ánægð með að hafa tekist að fá hingað Loga Róbertsson, einn hæfileikaríkasta, unga leikmann Íslands,“ segir Sasa Bjelanovic, yfirmaður íþróttamála hjá Istra, á heimasíðu félagsins. Logi skrifaði undir samning við Istra sem gildir til ársins 2028. Á sama tíma tilkynnti félagið um endurkomu þjálfarans Gonzalo García sem gerði góða hluti með liðið á árunum 2021-23. Þrátt fyrir að vera enn aðeins tvítugur hefur Logi leikið áttatíu leiki í efstu deild hér á landi, þann fyrsta þegar hann var aðeins 15 ára gamall. Þá hefur hann leikið 31 leik fyrir yngri landslið Íslands og hans fyrsti og eini A-landsleikur til þessa var vináttulandsleikur gegn Hondúras í byrjun þessa árs. Byrjar á Dinamo Zagreb Eftir þrjú jafntefli í röð í síðustu leikjum fyrir vetrarfrí situr Istra í 8. sæti af tíu liðum króatísku úrvalsdeildarinnnar, með 19 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum frá fallsæti. Félagið hefur nú eins og fyrr segir skipt um þjálfara og endurheimt Gonzalo García sem var einu sæti frá því að koma liðinu í Evrópukeppni árið 2023. Garcia mun því stýra Istra í fyrsta leik eftir vetrarfríið sem verður á útivelli gegn stórliði Dinamo Zagreb 25. janúar. Besta deild karla FH Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa tekist að fá hingað Loga Róbertsson, einn hæfileikaríkasta, unga leikmann Íslands,“ segir Sasa Bjelanovic, yfirmaður íþróttamála hjá Istra, á heimasíðu félagsins. Logi skrifaði undir samning við Istra sem gildir til ársins 2028. Á sama tíma tilkynnti félagið um endurkomu þjálfarans Gonzalo García sem gerði góða hluti með liðið á árunum 2021-23. Þrátt fyrir að vera enn aðeins tvítugur hefur Logi leikið áttatíu leiki í efstu deild hér á landi, þann fyrsta þegar hann var aðeins 15 ára gamall. Þá hefur hann leikið 31 leik fyrir yngri landslið Íslands og hans fyrsti og eini A-landsleikur til þessa var vináttulandsleikur gegn Hondúras í byrjun þessa árs. Byrjar á Dinamo Zagreb Eftir þrjú jafntefli í röð í síðustu leikjum fyrir vetrarfrí situr Istra í 8. sæti af tíu liðum króatísku úrvalsdeildarinnnar, með 19 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum frá fallsæti. Félagið hefur nú eins og fyrr segir skipt um þjálfara og endurheimt Gonzalo García sem var einu sæti frá því að koma liðinu í Evrópukeppni árið 2023. Garcia mun því stýra Istra í fyrsta leik eftir vetrarfríið sem verður á útivelli gegn stórliði Dinamo Zagreb 25. janúar.
Besta deild karla FH Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira